Ákvörðun þjóðar
Það er erfitt að skrifa sem einstaklingur um trúarleg, kærleiks efni á þessum tímum vantrúar. Samt er það svo að mér finnst að við sem manneskjur getum tekið okkur til sameiginlega í að virkja þetta sterklega inn í landið okkar. Það stendur einhversstaðar að Íslandi sé ætlað að verða hin útvalda þjóð.

Það er greinilegt að stjórnmálamenn taka lítið mark á þeim fornu skrifum. Það er oft svo þeir sem eru kosnir halda að þeir hafi verið kosnir vegna eigin ágætis. Þegar oft þeir komast á þing vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Hver er kominn til með , þá að segja að aðrir séu ekki alveg eins mikilvægir og þeir? Nú ætla flestir þessara núverandi þingmanna að taka sig til og samþykkja mál sem er mjög mikilvægt mál fyrir þjóðina og það án þess að spyrja hana að því. Ég spyr bara hvort þeir hafi hreinlega leyfi til þess?Hverjir verða eftirmálar þess að þingmenn samþykki O3? Ég er þá að spyrja um samskipti þings og þjóðar í framtíðinni, en ekki um fjárhagslegar afleiðingar þjóðarinnar vegna þess.

Ágætu þingmenn sem að lesa þetta. Eru þið virkilega þess umbornir að bera þessa miklu ábyrgð um ókomin ár? En ansi er ég hræddur um að hún verði ykkur þung og muni hafa slæmar afleiðingar.


Ef það er rétt það sem skrifað að Ísland sé hin Guðs útvalda þjóð, má ætla að auðveldara verði að vinna í því að gera hana það í sjálfs eigin valdi. Eða ætlið að bera þá hræðilega erfiðu ábyrgð að standa gegn því að svo verði? Takið ykkur saman í andlitinu og leyfið þjóðinni að kjósa um svona mikilvægt mál sem Orkupakki 3 er.

© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Google+ Social Icon