ÁST  -  GÓÐSEMI  -  KÆRLEIKUR

 

 

Hvernig tengjast ÁST GÓÐSEMI og Kærleikur út í lífið?

Mig langar að miðla með ykkur hugsun minni varðandi þessi atriði sem skipta miklu máli í lífi okkar.

ÁST - Hér er ég að skrifa um ástina eins og hún kemur fyrir í nærveru á milli persóna sem tengjast nánum tilfinningaböndum. Eins og fjölskyldu sem og nánustu ættingja. Hér er ég ekki að skrifa um kynlíf.

 

GÓÐSEMI - Er miðlun góðra tilfinninga og ljúfrar framkomu milli okkar, bæði innan fjölskyldu og út á við. sá/sú sem sýnir góðsemi gerir það til að efla sjálfa sig sem persónu og annað fólk. Vinnur að því að búa til kærleik.

KÆRLEIKUR - Er samtenging ástar og góðsemi. Hvernig við virkjum þau atriði út í líf okkar. Það sést á þeim sem iðkar kærleik alltaf og staðfastlega. Hann/Hún ljómar. Öll atriði sem manneskja framkvæmir í kærleik sínum eru framkvæmd til að efla ást og góðsemi í lífinu. Bæði í sjálfum sér og til annarra. Öll kærleiks atriði eru til þess gerð að efla manneskjur í þjóðfélaginu.

Við íslendingar eigum stórkostleg tækifæri til að efla kærleikann í landi okkar. Allur sá kærleikur er gerður án sérstakra hugsana um veraldleg gæði, þó vissulega spila þau inn í. Í nærveru okkar eigum við fullt af tækifærum til að efla þennan kærleik sem getur með því breiðst út í allt þjóðfélagið. Við getum með því sanni sagt að ÍSLAND sé besta land í heimi að búa í. En við þurfum ekki alltaf að vera að tjá okkur um það. Við finnum það í HJARTA okkar
.

© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Google+ Social Icon