Í dag er alþjóðlegur hamingjudagur. Í tilefni hans er sjálfsagt að við hugsum sérstaklega um hvort við séum hamingjusöm. Og hvernig við getum lagað það ef við teljum okkur ekki vera það.
 

Hamingja er víðtækt hugtak og getur verið mismunandi eftir manneskjunni hvað henni finnst vera hamingja. Það er jú mjög margt sem kemur fyrir í lífinu sem getur tengst hamingju. Það eru þó mjög fáir sem ekki verða fyrir einhverjum áföllum í lífinu, þó mismunandi stór séu. Hamingjusöm manneskja kann að vinna úr þeim afriðum og lagfæra sem lagfæra þarf. Sumir gætu þurft hjálp til þess, enn aðrir reyna eftir bestu getu að gera það sjálfir.
 

Í mínum huga er hamingja að líða vel og njóta lífsins með sem minnstum áhyggjum. Mikilvægt er að átta sig á að aðrar manneskjur eiga jafnt sinn rétt að vera hamingjusamt.
 

Jákvæðni er mikilvægur þáttur í lífi hvers og eins til að geta orðið hamingjusamur. Einnig að taka góð gildi með sér, eins og kærleika, virðingu og traust. Allt þetta spilar saman.
 

Mér finnst líka skipta miklu máli að hugsa um þá sem eiga erfitt eða eru veikir. Að létta þeim lífið og hjálpa þeim.

Faðmaðu ættingja í tilefni dagsins.

                                                                         Kæri lesandi njóttu lífsins 
                                                                                                                           Guðni Karl Harðarson     

© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Google+ Social Icon