Heili okkar er ótrúlegt fyrirbæri sem í myndast milljónir taugatengingar daglega.

Gegnum huga okkar fara þannig milli 80 til 90 tilfinningar daglega. Á venjulegum degi er ekki óalgengt að um hugann fari um það bil 35 jákvæðar tilfinningar, 19 hlutlausar og 30 neikvæðar tilfinningar. Sem er þó mismunandi eftir því hvernig dagurinn verður.

Hinsvegar má áætla að manneskja sem vinnur daglega undir stöðugu áreiti auki neikvæðar tilfinningar sínar töluvert. Og rökrétt er að segja að tilfinningarúm þeirra fari oft vel yfir 100 á dag með neikvæðum hluta þess hækkandi.

Að byrja í nýju erfiðu starfi getur ollið fólki miklu tilfinningaróti. Tökum tildæmis störf þingmanna til athugunar varðandi þetta viðfangsefni.

Nýr þingmaður með enga reynslu myndar ótal tilfinningar í huganum daglega. Til að byrja með geta þeir tildæmis fundið fyrir eftirvæntingu, hungri, unaði, ánægju, verða upplýst, sjálfstraust.

Einnig myndast í huga þeirra reiði, hræðsla, iðrun, taugaveiklun, vandræðagangur, gremja, undrun, áhyggjur, samúð og fleira.

Sökum eðli vinnustaðar þess sem alþingi er þá má ætla að ýmsar neikvæðar tilfinningar myndist í huga þingmanna svo sem fyrirlitning, biturð, leiðindi, hroki, forðast eitthvað, þunglyndi, vonbrigði, öfund, hatur, óþolinmæði, ófullnægja, erting, leyndarhyggja, neikvæðni og paranoia.

Hugsið ykkur alla þá möguleika hvernig þessar, jákvæðu, hlutlausu og neikvæðu tilfinningar geta blandast saman. Hugur þingmannsins getur stokkið úr ánægju yfir í undrun eða vonbrigði, allt á sömu mínútunni. Og þeir hugsa oft ekki einu sinni um það né taka eftir því. Allt vegna þess hvað gengur á í þingsal.

Þingmenn verða því að læra á að loka fyrir tilfinningarnar svo þær sjáist ekki fyrir almenningi. Þannig sér almenningur oft ekki hvað hefur gengið á og hefur gengið á, þegar horft er á útsendingu í sjónvarpi.

Ég hef satt best að segja haft miklar áhyggjur af þessum vinnustað sem þingið er. Ég hef verið að senda og hvetja þingmenn að taka jákvæðnina með sér og góð gildi. Ég er einnig með þessa vefsíðu sem er jú ætlað fyrir fólk að hvetja sig áfram ef vill.

Mikilvægt er að þingmenn skilji þessi mál! Þannig séð skipta gildin mjög miklu máli því innan þeirra getur myndast ákveðinn kjarni og þingmenn fókusa betur á gildi, virðingu, traust og heiðarleika og skilja hvað þau skipta miklu máli til að geta hreinsað burt allar óæskilegar tilfinningar og vinna í gildunum út frá því.

Vinnum í því að breyta stjórnskipan til að létta störf þingmanna.

© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Google+ Social Icon