Jákvæð áhrif
 

Sem segir að mesta viskan sé sú að jákvæður maður sem er langt kominn í jákvæðni sinni eigi best með að þekkja viskuna þegar hún verður til í huga hans.


Það má líklega fullyrða það með nokkri vissu að mjög jákvæður maður sækist eftir að opna huga sinn og efla sig í lífinu, því að lifa í stöðnun er ekki þægilegt líf. Hann sækist alltaf eftir nýjungum og sí-breytilegu lífi. Hann skilur hvað skiptir máli. Það sé aðeins hvernig hann hafi áhuga að gera það. Einsamall, innan fjölskyldu eða með öðrum.

Að treysta á hið góða hjálpar hugljúfri manneskju að sækjast eftir að efla hugann og hún fylgir því og áttar sig á því þegar að það gerist.

Margt fólk tengist jákvæðninni útfrá góðum gildum. Sumt er trúað og notar tildæmis einkunnarorðin TRÚ - VON og KÆRLEIKUR í lífi sínu. Tengja jákvæðnina inn í þau atriði, fylgja og lifa útfrá því. Sumir vilja meina að kærleikur geti verið utan trúar. Ætla ég ekki að commenta á það hér í þessari grein en fullyrði að það er til gott fólk þó það sé ekki trúað. Sjálfur er ég það sem ég kalla reynslutrúaður. Ég tel að lífsreynslan tengist trúnni sterkum böndum og er þáttur á að virkja hana í að efla sig sem jákvæða og góða persónu.


Að lifa lífinu án þess að átta sig á fullu hvað skiptir mál verður til þess að fólk líður áfram í gegnum lífið bara eins og það sem gerist án þess að hugsa um það sérstaklega. Það sækist ekki eftir neinu sérstöku heldur bara flýtur með. Sem gæti orðið til þess að erfitt væri að takast á við áföll þegar að þau gerast. Eða átt það til að falla inn í neikvæðnina. Svartsýnis manneskja skýrir oft jákvæða viðburði sem tímabundna og hugsa að þeir séu ekki varanlegir eða komi fyrir eftir ekki neinum sérstökum reglum. Þeir gerist bara. Þannig persónur taka frekar eftir neikvæðninni og áföllunum og lifir svo út frá því. Aðrir taka jákvæðninni sem lífsnámi og eru alltaf að efla sig í henni, eins og tildæis að vaka og hugsa um hana í öllum aðstæðum.
Jákvæð persóna áttar sig á að hún getur átt auðveldara að takast á við áföll, sem koma í lífinu fyrir alla. Tildæmis eins og að missa ástvini, slasast eða eitthvað slíkt. Svo gerist það jú oft að fólk á súra daga þar sem allt virðist kannski ömurlegt. En þeir sem hafa jú jákvæðnina að leiðarljósi kunna að takast á við það.

Þeir sem hafa hvað mestu lífsreynsluna hugsa mjög mikið um jákvæðni og læra mikið um hana. Svona eins og gerst nær fullnuma lífslærður eða þannig. Að vera lífslærður skiptir miklu máli því það opnar huga fólks fyrir ýmsum aðstæðum og það getur tjáð sig með sinni visku um hvað sé til ráða. Vitur maður áttar sig á því að hann getur haft mikil áhrif á góðan máta. Hann getur þannig verið eins og lífs-kennari ef svo má segja. En slíka kennara getur verið erfitt að sjá í þjóðfélaginu nema vita um þá fyrirfram. Sú kennsla getur legið að megin atriðum í að tjá sig meðal fólks. Nokkrir slíkir lífskúnsterar geta því verið töluvert afl til hins góða í þjóðfélaginu.

Mjög lífsreyndur og jákvæður maður hefur mikla dómgreind, kann að bregðast við í hverskonar aðstæðum, er athögull, er réttsýnn, er hughreistandi, hefur mikið innsæi, hefur mikla sjálfsvitund, hefur lausnamiðaða hugsun, mikla sköpunarhæfni og þráir að nýta hana til fullnustu. Er uppljómaður maður með glansandi ljúft andlit og góðlátleg augu.

Á þjóðfundi árið 2009 voru dregin fram þau mannlegu gildi sem þjóðin vildi byggja á. Þar kom greinilega fram sú framtíðarsýn sem þjóðin vill leggja áherzlu á. Þar voru nefnd atriði eins og: jafnrétti, virðing, kærleikur, sjálfbærni, heiðarleiki, réttlæti, menntun og fleira. Því miður hefur misjafnlega gengið að fara eftir þessum atriðum. Einmitt vegna þess hvernig sumt fólk tjáir sig með neikvæðninni.

Öll þessi atriði hér að ofan tengjast jákvæðninni. Það er tildæmis jákvætt að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Það þarf jú að byrja á að bera virðingu fyrir sjálfum sér til að hitt komi síðan. Segja má að sumir séu farnir að vinna sig áfram í þessum atriðum þó stjórnmálamenn kannski oft skilji ekki hvað þau skipta miklu máli og jafnvel gera grín að frumskilyrðunum, því sem undirlyggjandi er, sem er jákvæðnin.

Einn þáttur af jákvæðum manni gæti verið að vilja efla sig áfram, opna hugann með því að taka þátt í ýmsum atriðum sem gætu skipt máli í lífinu. Persónan gæti þannig verið stödd á þeim stað að vilja gerast sameiginlegur þátttakandi að góðum atriðum. Sameiginlegur grundvöllur getur tildæmis verið sá að fólk kemur saman og fókusar á þau atriði sem skipta máli. Að enginn sé undanskilinn. Þannig gæri þjóðfélagið eflt sig í þessum atriðum þegar fleiri og fleiri taka þátt.

Ljúfleiki, gleði, bros og hlý orð skipta þar mjög miklu mali. Einnig að tala saman og tjá sig hvernig og hvar þurfi að lagfæra. Eins og að tengja sama með öðrum atriði þau sem nefnd voru á þjóðfundinum og finna út hvar, hvernig, hversvegna þau vinna saman að jákvæðninni og eflingu þjóðarinnar og geta því tengt þau með okkur til að láta þessi atriði virka út um allt þjóðfélagið.

Besta verkunin er jú að þjóðféagið tóni allt saman. Þeir sem taka jákvæðnina fyrir alvöru átta sig á að hún skiptir mál fyrir aðra jafnt og það sjálft. Það eru því atriði tengt því sem fólk getur unnið saman ef vill. Hver og einn tekur sér sína ákvörðun í þeim málum. Það eru þeir lífsreyndustu sem ná lengst og svo bætist í hóp þeirra.

Viltu þú vera þátttakandi í slíku verkefni á einhvern hátt að efla þig sem manneskja. Það þarf ekki að kosta þig neitt!

Á hvaða leið ertu vinur? Þeirrar leiðar að efla jákvæðnina?

                                                                                                                                                                              Guðni Karl Harðarson

© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Google+ Social Icon