Lífsklukkan tifar.

Hvert andartak núvitundar minnar skiptir mig máli. Hvert skref sem ég vel með gjörðum mínum. Í dag tók ég þá ákvörðun um að láta hugann reika. Hugsa vandlega og sjá hvað kemur út úr því. Í dag varð til vísan í þá framtíð sem ég valdi mér út frá því.

Í gær valdi ég að vinsa burt það slæma og setja það góða á fremri blaðsíður minningana. Eitthvað til að fara eftir og byggja út frá. Það slæma fer þó í bók minningana til að geta séð og munað hvað ég vill ekki og skilja að ég get lært út frá því. Það er gott að eiga kost að hafna og velja annað í staðinn. Ég ætla að læra hvernig ég get breytt því á þann veg að snúa því á veg hins betra. Allt sem kemur fyrir, fer með mér í gegn um líf mitt.

Ég veit hvað ég vill læra og framkvæma. Veit hvaða líðan ég vill hafa. Sú líðan er ljúf og góð. Ég skil líka að ég á engan einkarétt á þeirri líðan, en veit að ég get þó gert mitt besta til að tjá mig um hana þannig að öðrum geti liðið eins vel og mér. Ég veit að sá kraftur fer með mér í gegnum lífið og að ég verð að vinna ötullega til að halda honum í mér og að öðrum. Lífið er vinna.

Ég geri mitt besta til að tjá mig um framkomu mína og skilja að gjörðir mínar geta skipt máli fyrir aðra alveg eins og mig. Mig langar til að ljómi minn sjáist og hann fái aðra til umhugsunar. Ég er alveg óhræddur að tjá mig um líðan mína. Ég geri mitt besta en get þó ekki komið í veg fyrir að mér einhversstaðar á lífsleiðinni verði á einhver smá mistök. Ég er jú mannlegur. Ég veit þó að vegna þessa lífskrafsts míns og skilnings á ég auðveldara með að skilja hvað ég gerði rangt og auðveldara með að lagfæra það og biðjast afsökununar, gerist þess þörf.

(orðtækið í gær getur hér verið fyrir mörgum árum, vikum, dögum, eða bara í gær).
(í dag getur þannig verið hver stund sem gerist næst á eftir orðaksins: í gær
).

                                                                                                                                                                                           Guðni Karl Harðarson

© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Google+ Social Icon