Lífsleikur

 

Kærleikur minn byggist á trúna á Guð. Einnig á því að hafa upplifað að yfirnáttúruleg vera sem ég kalla Engil, hafi heimsótt mig sem drengur og talað við mig.

 

Guð er til sem vera sem mér er ómögulegt að skilja hvernig er útlítandi. Vissulega hef ég lesið margt um þetta málefni, bæði sem er trúarlegt og heimspekilegt, sem og um málefni þeirra sem eru ótrúaðir. Reynslan í lífinu gefur þó meiri tækifæri að skilja lífið frekar. Kærleikur er að vera hjartahlýr og láta það í ljós með gjörðum mínum í lífinu. Fyrir mér er kærleikurinn kjarni tilveru minnar. Að láta í ljós kærleik gefur mér tækifæri til að efla mig sem manneskju í lífi mínu, sem og gera tilraun til að stuðla að því góða til annarra.

 

Þó ég sé trúaður merkir það ekki endilega að ég fari í kirkju og hlusti á messu. Frekar nota ég trú mína til að efla mig sem manneskju eins og að læra að nota kærleikann í lífi mínu innan um annað fólk.Sem trúandi á Guð sé ég siðferðisreglur trúarinnar sem gildi til að taka með í gegnum lífið en ekki sem reglur. Siðferði það sem Kristnin byggir á er ljúft, fallegt og ætlað til að hjálpa okkur áfram. Inn í kærleiksgildin tengjast ýmis gildi eins og virðing, heiðarleiki og traust tildæmis. Inn í þau gildi tengjast svo önnur eins jákvæðni og samkennd, hjálpsemi og fleiri. Sumir vilja taka þessi gildi með sér í gegnum líf sitt án þess að vera trúað. Ber að virða þá ákvörðun.

 

Jákvæðni er grunnurinn að því að ég vilji tjá mig daglega í lífinu með hinum gildunum að leiðarljósi. Ég reyni þannig alltaf að vera jákvæður, sem er frumskilyrði.

 

“Ég er góður ég er trúr, ég er sannur, ég er kærleiksríkur” hversvegna koma þá slæm atriði fyrir í lífi mínu? Hversvegna koma mjög slæm atriði fyrir sumar manneskjur. Það er erfitt að skilja þessa spurningu og svara henni. En ég tel að Guð gefi okkur líf hér á Jörðu með tækifærum til að læra, velja og hafna. Ef eitthvað slæmt kemur fyrir mig þá tek ég það með mér inn í lífið til að læra af því. Sumu vil ég gleyma en geri það þó aldrei alveg heldur tek þau atriði með inn í reynslubankann sem er kafli lífstímans í heila mínum. Sumt af þeim atriðum get ég þá sótt til að bera saman þegar að ég þarf á að halda varðandi það sem er að koma fyrir mig. Hverju get ég breytt? Hvað get ég gert betur?

Ég reyni mitt besta til að bera með mér virðingu, viðhafa traust til annara, vera heiðarlegur og vera jákvæður.

 

Vissulega kemur það fyrir að maður geri mistök. En þá veit maður af þeim og kann að vinna úr þeim. Eins og tildæmis ef biðjast þarf fyrirgefningar á einhverju. Lífið er til að læra af því.

© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Google+ Social Icon