Virðing fyrir mér og þér

Eitt það mikilvægasta í lífinu er sjálfstæð ást, því ef þú hefur elskar ekki sjálfa/n þig og berð virðingu fyrir sjálfum þér, hugsunum þínum og öllu sem tengist eigin líkama, eigin sál og formi þá hvernig getur þú haft virðingu fyrir öðrum?Virðing er eitt mikilvægasta GILDIÐ því hún tengist hinum gildunum eins og Trausti og heiðarleika.

Til að bera virðingu fyrir öðrum þarf ég fyrst að hafa lært að bera virðingu fyrir sjálfum mér.Þeir sem bera virðingu fyrir fólki tjá sig ekki á neikvæðan máta með ávirðingum og ljótum orðum. Slík orð geta stigmagnast og endurtekið sig í miklu magni þannig að það er orðið að hreinu einelti.Þeir sem bera virðingu fyrir öðru fólki eiga auðveldara með að skilja að aðrar persónur hafa langanir og viðkvæman huga eins og við sjálf. En viðkvæmi getur brotist út með ýmsu móti.

Ef ég ber virðingu fyrir öðrum á ég aukinn möguleika á góðum samskiptum við annað fólk og aukinn möguleika á að eignast fyrir alvöru góða vináttu. Eftir að hafa lært að bera virðingu fyrir sjálfum mér hef ég lært að bera virðingu fyrir öðru fólki sem sjált hefur sýnt mér mikla óvirðingu. Á suma var það sérstaklega erfitt. Tengist sú óvirðing sí-endurteknu einelti í gegnum líf mitt. Ég tel mig skilja þessi mál mjög vel enda hafa þau hvað eftir annað komið á ýmsan máta fyrir í lífi mínu. Ég hef reynt mitt besta að læra að bregðast við.


Ég veit að það er til fólk út um allt sem hefur ýmsa sögu að segja af sjálfu sér og öðrum í þessum málum. Eitt það besta sem manneskja getur gert er að fyrirgefa sjálfu sér því aðeins þá getur það hjálpað að fá fyrirgefningu á því sem hún hefur gert öðrum.

Stjórnmálamaður þarf að kunna að stjórna tilfynningum sínum og bera virðingu fyrir öðrum. Alveg eins og að vera heiðarleg/ur og jákvæður. Það skiptir miklu máli.

© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Google+ Social Icon