Skilningarvit okkar og hvernig er best að nota þau.


Skilningur  (Wiki)
er sálfræðilegt ferli sem tengist hlutlægum eða óhlutlægum hlut,  Svo sem manneskju, ástandi eða skilaboðum, þar sem viðkomandi getur hugsað um hlutinn og beitt hugtökum til þess að meðhöndla hann á skilvirkan hátt. Skilningur felst í tengslum á milli skynjandans og skilningsmarks (e. object of understanding).
Skilningur felst í að gera hluti að hugtökum (e. conceptualisation) upp að vissu marki.


Í þessari grein skrifa ég um skilningarvit okkar, hvernig við getum notað þau og verið MEÐVITUÐ um þau í lífinu.

Eins og flest okkar kannski vita höfum við 5 skilningarvit sem við notum í daglegu lífi. Við tjáum okkur með því að nota þessi skilningarvit mismunandi mikið og mismunandi blandað. Við mismunandi aðstæður.

Skilningarvit þessi eru:
Sjón, Heyrn, Lykt, Snerting og Bragð (matur).

Matarskynið telst mér vera mikilvægast því ef við hefðum ekki fæðu gætum við ekki lifað af. Ég tel nefnilega bragð og fæðu virka náið saman sem eitt skynfæri.
Næst kemur svo Sjónin og er það skynfæri sem nær lengst út fyrir okkur.
Svo Heyrnin, Snerting og svo Lyktarskynið.

Skilningarvitin notum við á ýmsan máta og mismandi mikið saman, allt eftir því hvað við erum að gera. Ef eitthvað er að einu eða fleiri skynfærum þá leitumst við eftir að nota önnur skynfæri til að bæta það upp. Tildæmis ef einhver sem er blindur þá getur sá hinn sami leitast eftir öðru skynfæri til að bæta það upp. Tildæmis með næmari Heyrn, Lykt og Snertingu. Þeir sem eru færastir í þessu kunna að sameina þessi skynfæri, nota þau öll í einu og efla þau til samvinnu. En þetta vitum við flest.

En afhverju er ég að skrifa um þetta?

Ég tel að það geti skipt máli ef fólk sé meðvitaðra um þetta. Fólk geti tildæmis verið viðbúnara ef eitthvað kemur fyrir það og kunna betur að bregðast við.

Einnig tel ég að þeir sem skipulega vinna í þessu geti eflt sig sem manneskju og opnað vegi uppljómunar. Allt það er ekki sem gerist bara strax heldur þarf það þrotlausar æfingar. Þannig er hægt að skipulega hugsa sérstaklega hvaða skilningarvit þú notar í hvert sinn við ýmsa atburði í lífinu. Gera til þess sérstakar æfingar.

Oftast göngum við að okkar skynfærum vísum í lífinu og það án þess að hugsa svo mikið um þau og hvernig þau vinna saman, né hvað þau eru að gera. Við gerum þetta bara vegna vana.


En hvernig þætti þér að vera meira meðvit /aður/uð um hvaða skynfæri þú ert að nota í hvert sinn. Eins og líka til að efla okkur sem manneskjur. Hvernig þætti þér tildæmis að geta orðið uppljómaðri? Sterkari og Öruggari?

Sjálfur hef ég svo sem ekki mikið hugsað sérstaklega hingað til hvaða skynfæri ég er að nota í hvert sinn. En ég er að hugsa um að efla þau með að gera til þess æfingar og vera meira meðvitaður. Einnig langar mig til að vera meira uppljómaðri og sterkari sem manneskja.

Guðni Karl Harðarson


Þegar lengra líður á þá mun ég skrifa meira um þetta málefni. Sem og hvernig mér sjálfum vegnar.

 

© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Google+ Social Icon