Ég fæddist í Reykjavík að morgni þann 23. Júlí 1954, inn í fátæka verkamannafjölskyldu. Ég fékk mænuveiki á öðru ári og gekk vinstri fótinn á skakkt niður á utanverðan jarkann, á ristinni á milli proximal phalanx og tarsus. Einnig var tábergið skakkt og stóra tá vísaði aðeins upp í loftið. Þetta háði mér á þann hátt að vera lagður í einelti í barnaskóla.

Ég á tvær systur, önnur 5 árum eldri en ég, hin 2 yngri. Fyrstu árin bjuggum við vestast í Vesturbænum. Fyrst man ég eftir mér 3ja ára úti á Nesvegi þar sem brann undan fjölskyldunni og við fluttum allslaus nema fötin inná afa og ömmu á Hringbrautinni.

Fljótlega fengum við smá húsnæði á leigu í gömlu húsi rétt á bak við Jón Loftsson. Þaðan fluttum við svo í litla íbúð í Bragga verbúð nyrst á Vesturgötu, eða þegar ég var um 5 ára. Þar gerðist sá atburður sem mest hefur haft áhrif á líf mitt.

Eitt sinn á nóttu heimsótti mig Kven Engill sem sveif yfir rúmið mitt og vildi tala við mig. “ekki vera hræddur, ég ætla bara aðeins að tala við þig. Þú átt eftir að eiga mjög erfitt líf líkamlega, félagslega og fjárhagslega. En það mun lagast seinna á lífsleiðinni. Þú munt eiga eftir að vera til góðs fyrir fullt af fólki” Ég man svo sterklega eftir þessum atburði og hvernig hún var klædd. Hún var í bláum kjól sem styrnti á sterku ljósgylltu ljósi út um allt. Þannig að ljósið var svo sterkt að það lýsti upp herbergið. Undarlegt að systur mínar vöknuðu ekki við þetta.
Svo háttaði til að það var gömul ónýt Rúta á svæði neðanverðu á Seljavegi. Eitt sinn plataði mig stelpa inn í Rútuna og lét mig setja Typpið á mér inn í sig. Við það kviðslitnaði ég og þurfti í aðgerð á spítala. Fór ég á Hvítabandið á Skólavörðustíg. Þar var ég svæfður upp á gamla mátann með klóroform í tusku fyrir vit mín. Þá gerðist það að ég heimsótti og fór yfir allt líf sem átti eftir að koma fyrir mig og heiminn fram í framtíðinni. Sagði við mömmu þegar að ég vaknaði hversu marg ljótt ætti eftir að gerast í heiminum.
Ég hef alltaf í lífi mínu verið frekar næmur að sjá hluti sem aðrir sjá ekki. Það hefur oft komið fyrir mig að hafa fundið fyrir og sjá ýmislegt óútskýranlegt. Stundum kemur fyrir að ég man eftir ýmsum atburðum sem gerast og þekki þá þegar að þeir gerast í kringum mig.

Við fluttum svo í gamalt timburhús að Klapparstíg 18. Þar handleggsbrotnaði ég við það að leikfélagi (sem hefur verið fréttamaður) plataði mig til að berja í spýtu sem var höfð til að halda þungu loki upp á stórum kassa með húðunarefni í.
Um sjö ára aldur fluttum við svo í ris á timburhúsi að Hverfisgötu 23. Eða þar sem danski lögreglustjórinn bjó í á árunum fram til 1924. Hús þetta var við hliðina á húsi Bókbindara við hliðina á Þjóðleikhúsinu. Lengst af á uppeldisárum mínum átti ég heima þarna. Eða fram til 10 aldurs fyrst, þegar við fluttum í Hlöðuna úti í Stóra Skerjafirði. Fluttum við svo aftur til baka þegar að ég var 12 ára í húsið á Hverfisgötu vegna mín. Ég sór nefnilega sérstakan eið með því að halda lófanum utan í stórt Tré sem er enn þarna á svæðinu þegar við vorum að flytja í burtu.

Í dag er þarna Lýðveldisgarður Íslands, settur árið 1994 af tilefni 50 ára afmæli lýðveldisins.
Á næstu árum bjuggum við á Lindargötu, Þórsgötu og Grettisgötu. Eftir það fór ég að leigja húsnæði og var þannig frekar fljótur að flytja að heiman.

Ég gekk í Miðbæjar barnaskóla frá 7 til 13 ára. Skólagangan var mér erfið vegna fötlunnar minnar og sökum þess að ég átti erfitt með að ná tökum á náminu vegna þess að ég átti erfitt með að festa hugann. Einelti sem ég varð fyrir hélst langt fram á fullorðinsárin. Þó í mismunandi magni og gerð.

Eftir Miðbæjarskólann fór ég norður í Steinsstaðaskóla í Skagafirði og var þar í tvær annir. Ég kláraði síðan gamla 4 bekkinn í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Eftir það vissi ég ekki hvað ég ætti að læra. Var mjög óframfærinn og introverted. Ég tók þó ca. Helming í verslunardeild í Öldungadeild og lærði innflutning og verslunar ensku. Fékk fljótlega vinnu við innfluting.


Fyrsta vinna mín var þó hjá Eimskip við uppskipun með föður mínum. Eftir það fór ég í ýmsa verkamannavinnu hér og þar um höfuðborgarsvæðið. Múrarahandlang og fleira. Síðan fór ég í Fiskvinnu hér og þar um landið. Fyrst um sumartíma í Keflavík og síðan seinna í Ólafsvík. 1979 til 1980 á Flateyri. Síðan Höfn í Hornafirði og Raufarhöfn.

Að ganga í sérsmíðuðum skóm og í Stígvélum með teigjusokk gerði mér kleypt að vinna svona erfiðisvinnu. Oft var fiskvinnan oft marga tíma á dag. Stundum 14 til 15 tíma á dag. Sóttist ég eftir aukavinnu til að ná í smávegis auka peninga.

Á árunum veturinn 1980 til 1985 fór ég þrisvar í aðgerð á vinstra fæti til að rétta upp jarkann og setja sinkil inn á milli ristar og ökkla, búa til staurfót. Það náði ekki að gróa nóg, því þurfti að setja annan sinkil á móti og skipta um hinn. Á þessum rúmlega 5 ára tíma var ég samtals 39 viku í Gifsi (12+12+15). Árið 2002 í byrjun Desember rann undan mér stigi og ég klemmdi fótinn á milli. Við það brotnaði vinstri fóturinn á öklann og var ég nú 2 vikur í gifsi. Samtals hefur þetta verið þá 41 vika í gifsi á vinstra fæti og tvær vikur í gifsi á hægri handlegg. = 41+2.

Eitt sinn leitaði ég til Öryrkjabandalagsins til aðstoðar við að fá vinnu. Á þeim tíma voru allir sem leituðu þangað í atvinnuleit settir í sértök persónuleikapróf og gáfnapróf. Ég tók þetta blessaða gáfnapróf og sprengdi það. Var að minnsta kosti með 59 af 60 spurningum réttar. Ef ekki allar spurningar réttar. Fékk ekki að vitað það. Spurði ég hvernig mér hefði gengið og fékk það svar að ég ætti að geta unnið við hvað sem væri. Hefði ágætis gáfur til þess.

Seinni tíma var ég mest að vinna við Öryggisgæslu og Húsvörslu.

Ég hef alltaf verið einhleypur og aldrei átt börn. Hef aldrei átt íbúð. Ég hef lengi átt í fjárhagserfiðleikum og félagslegum erfiðleikum. Alveg eins og Engillinn sagði við mig. Nú er þetta á efri árum aðeins að lagast.

Ég hef alltaf haft sterkar skoðanir á lífinu og pólitíkinni. Ég hef farið inn í flokka til að skoða og yfirleitt við þær skoðanir mínar hrökklast burt úr þeim.

Ég hef alltaf talið að það þurfi að búa til þjóðfélag þar sem allir geti lifað með reisn og njóti sömu réttinda í þjóðfélaginu. Tel þannig að hvatinn í lífinu þurfi að koma frá okkur sjálfum, svo langt sem það nær. En ýmsar ástæður geta orðið til þess að fólk verður á eftir. Sökum sjúkdóma, félagslega aðstæðna og svoleiðis. Sjúkdómar geta líka orðið til þess að viðkomandi geti ekki farið í það nám sem hann/hún langar til. Það er mjög mikil misskipting í þjóðfélaginu sem þarf að laga. Mikið verk að vinna að breyta þjóðfélginu þannig að allir geti lifað í því og haft í sig og á.

Mín æðsta ósk er sú að búa til aðstæður fyrir okkur öll sömul til að virkja okkur í þjóðfélaginu með því að hvetja fólk og hlúa að því. Að eigin forsendum en ekki með því að afsala okkur þeim rétti að geta unnið okkur til starfa í því landi sem við erum fædd í. Búa til eftirvæntingu hjá fólki og stuðning við þá sem þess þurfa. Til þess hef ég sett saman sérstakar hugmyndir og í þeim er talað um að vekja upp og stórefla landsbyggðina. Til þess hef ég búið til sérstök skjöl.

Ég hef á seinni árum verið frekar virkur þátttakandi í pólitíkinni. Ég er líka að reyna að vinna að því að framkvæma það sem Engillinn sagði við mig eins og ég get. Að vera til góðs í þjóðfélaginu. Til þess hef ég sett í gang þessa vefsíðu HVETJANDI sem er ætlað fyrir fólk að hafa góð gildi og mál til umhugsunar inn í lífið.

 

Sjá grein um einelti sem ég varð fyrir sem barn inn á:
Kjarninn.

 

© 2023 by Name of Site. Proudly created with Wix.com

  • Facebook Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Google+ Social Icon